25.8.2010 | 09:50
Aumt
Mikið finnst mér aumt, þegar fjölmiðlar eru að raska grafarró fyrrverandi biskups, maðurinn var kannski breiskur, en sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, hinsvegar, þá er enginn prestur, né trúfélagsleiðtogi, hér á landi sem annarsstaðar, algerlega syndlaus, sem og ég sem er bersyndugur maður, meigi Herra Ólafur Skúlason hvíla í FRIÐI
Athugasemdir
Jæja vinur... nauðganir eru sem sagt í lagi ef prestur gerir slíkt... þú leggur blessun þína yfir nauðgara... Ég spyr; Ef biskup hefði nauðgað dóttur þinni... værir þú þá sama sinnis... og ef þú ert sama sinnis, ertu þá sammála að td leikskólakennari ætti að sleppa líka... eða eru það bara meintir guðsmenn ...
Sá yðar sem syndlaus er... Þú veist vonandi að Jesú sagði þetta aldrei; Þetta var sett í biblíu mörg hundruð árum síðar.
doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:20
Syndleysi og syndleysi....maðurinn nauðgaði börnum, þar á meðal sínu eigin barni...hann stundaði þessa iðju sína í skjóli ríkisstofnunar, verndaður af ríkisstarfsmönnum....þú greiddir honum laun fyrir að nauðga börnum, og þér finnst það ekki þess vert að koma því úr skugganum þótt þetta skrýmsli sé nú dautt og komið til helvítisins sem hann predikaði um?
Það er góðra gjalda vert að leyfa fólki að hvíla í friði, en hann á engan frið skilinn.
Hann var einfaldlega ill manneskja, svikull, lyginn, falskur, hræsnari, barnanauðgari, hrokafullur, sjálfhverfur, grimmur...svona má lengi halda áfram....
...frið? Ekki samkvæmt mínum bókum, hann verður að þola það að hann sé nýttur til einhvers góðs þetta skoffín, þeas að opna þessa umræðu og koma í veg fyrir að fleiri slíkir geti verið skrýmsli í skjóli kirkjunnar.
Haraldur Davíðsson, 25.8.2010 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.