22.2.2009 | 11:52
Afgreiðslustörf
Mig langaði í morgun að fá mér Sunnudagsmoggann og þar sem bensínstöðvar opna ekki fyrr en kl 0900 á Sunnudagsmorgni, þá fór ég í næstu 10/11 verslun hér í Garðabæ, við aðkomu mína þar inn, sá ég aðeins einn öryggisvörð frá Securitas og var hann þarna við öryggisvörslu OG AFGREIÐSLU, þessi ungi maður tjáði mér að hann væri atvinnulaus smiður og þessvegna í vinnu hjá Securitas, ég sjálfur hef starfað við öryggisvörslu til fjölda ára og hef aldrei unnið önnur störf en Vörslustörf samhliða öryggisvörslunni og spurningin er sú, hvað hefði umræddur öryggisvörður gert, ef að búðin hefði verið full af fólki og hann hefði þurft að sinna afgreiðslu, ég er hræddur um að lítið hefði verið um rýrnunareftirlit, eins og maðurinn var ráðinn til, en þegar ég hafði tekið blaðið úr rekka, svipti öryggisvörðurinn sér, á bak við búðarborðið og afgreiddi mig og vona ég þessvegna að Securitas borgi honum mannsæmandi laun, fyrir þessa tvöföldu vinnu hans
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.